Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag verður svipað veður og var í gær, nema að vindur verður heldur hægari austantil. Eins gæti hitinn orðið örlítið hærri í dag eða 8 til 16 stig yfir daginn.
Á morgun, þriðjudag má búast við breytilegri átt 3-8 og að bjart verði um mest allt land. Við sjávarsíðuna eru líkur á þokulofti framan af degi. Hiti verður víðast hvar á bilinu 10 til 17 stig.
Á miðvikudag og fimmtudag verður suðaustanátt með lítilsháttar rigningu eða súld á sunnan- og vestanverðu landinu en annars bjartviðri. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast fyrir norðan.
Á föstudag og um helgina er útlit fyrir að vindur verði hægur. Úrkomulítið og frekar milt í veðri. Spá gerð: 10.06.2024 06:30. Gildir til: 11.06.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Norðlæg eða breytileg átt 3-10 en norðvestan 8-13 austast á landinu í dag. Skýjað á norðan- og austanverðu landinu og stöku skúrir eða slydduél, en styttir upp seinnipartinn. Víða léttskýjað sunnan heiða og um mest allt land á morgun. Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp suðvestantil anað kvöld. Hiti 8 til 16 stig yfir daginn, hlýjast sunnanlands, en heldur hlýrra á morgun.
Spá gerð: 10.06.2024 04:00. Gildir til: 11.06.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag og fimmtudag:
Suðaustan 5-13 m/s og rigning eða súld af og til, en bjartviðri um landið norðan- og austanvert. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á föstudag:
Austlæg átt, 5-10 m/s, skýjað og sums staðar lítilsháttar væta, en bjart fyrir norðan. Hiti 10 til 16 stig.
Á laugardag:
Fremur hæg austlæg eða breytilega átt. Dálítil væta austantil, annars bjart með köflum. Hiti frá 7 stigum austanlands að 17 stigum á Vesturlandi.
Á sunnudag:
Útlit fyrir norðaustlæga átt. Víða bjartviðri og fremur hlýtt, en dálítil væta og svalt við austurstöndina.
Spá gerð: 10.06.2024 08:09. Gildir til: 17.06.2024 12:00.