• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Sunnudagur, 24. september 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Lagðar verði fram tillögur um breytta skilgreiningu á tengdum aðilum

ritstjorn by ritstjorn
10. júlí 2020
in Fréttir, Innlent
0
Share on FacebookShare on Twitter

Fiskistofa hefji notkun myndavélakerfa til eftirlits um borð í skipum og í höfnum

Verkefnastjórn um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lokaskýrslu sinni. Ráðherra skipaði verkefnastjórnina í mars 2019 til þess að fjalla um þær athugasemdir og ábendingar sem komu fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í desember 2018 um Eftirlit Fiskistofu og gera tillögur um úrbætur í rekstri Fiskistofu einkum er varðar verklag og áherslur er snúa að eftirlitshlutverki hennar.
Enn fremur var verkefnastjórninni falið að leggja mat á fjárþörf Fiskistofu til að hún geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt lögum og að lokum að setja fram ábendingar um nauðsynlegar breytingar á lögum og stjórnvaldsfyrirmælum sem varða hlutverk og viðfangsefni stofnunarinnar til að tryggja skilvirkni í störfum hennar. Ráðherra skipaði  samráðshóp til að styðja við starf verkefnastjórnarinnar með fulltrúum allra þingflokka á Alþingi, stofnana og helstu hagaðila í sjávarútvegi til ráðgjafar um hvernig bæta megi eftirlit með nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar.

Niðurstöður verkefnastjórnar

Nokkrar af helstu tillögum sem fram koma í skýrslu verkefnastjórnarinnar eru:

  • Landhelgisgæslu Íslands verði falið aukið hlutverk við framkvæmd sjóeftirlits en að Fiskistofa fari með stjórnsýsluþátt verkefnisins og beri ábyrgð á áhættustýringu þess að höfðu samráði við Landhelgisgæsluna. Skilgreind verði ábyrgð og verkefnaskipting Fiskistofu og Landhelgis­gæslu við sjóeftirlit.
  • Að innleidd verði áhættustýring og áhættustefna við sjóeftirlit og vigtun sjávarafla.
  • Gerðar verði auknar kröfur um búnað sem nýtist við eftirlit með endur- og heimavigtun sjávarafla.
  • Fiskistofa hefji tilraunir með notkun myndavélakerfa til eftirlits, bæði um borð í skipum og í höfnum.Huga jafnframt að fleiri tækninýjungum sem gætu sparað kostnað og styrkt eftirlit til lengdar.
  • Stefna beri að aukinni samvinnu Fiskistofu og greinarinnar um nýtingu þeirra upplýsinga sem safnað er í þeim hátæknikerfum sem íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru búin.
  • Að komið verði á einu heildstæðu viðurlagakerfi við brotum gegn fiskveiðilöggjöfinni þannig að ávallt séu allar sömu heimildir til staðar til að bregðast við hverskyns brotum á sem virkastan hátt.
  • Að Fiskistofa fái heimildir til að leggja á stjórnvaldssektir vegna meiri háttar brota gegn fiskveiðilöggjöfinni.
  • Lagðar eru fram tillögur um breytta skilgreiningu á tengdum aðilum.

 
Í verkefnastjórninni áttu sæti:

  • Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðandi, formaður
  • Elliði Vignisson, bæjarstjóri
  • Hulda Árnadóttir, lögmaður
  • Oddný Guðbjörg Harðardóttir, alþingismaður
  • Brynhildur Benediktsdóttir, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu

 
Skýrsluna má finna hér.

  • Snjóaði hressilega sunnan- og suðvestanlands

    Tugmilljóna króna okurlán á Íslandi

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Verð í Fríhöfninni – Allt að 43% dýrari á leiðinni heim

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Bubbi er ósáttur

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Ef þetta er rétt vantar um 20 milljarða í íslenskt hagkerfi á hverju ári“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Hamingjan er lífstíll sem fólk velur sér

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?