Hugleiðingar veðurfræðings
Suðlægar áttir með rigningu eða súld og mildu veðri í dag, en bjartara á Norður- og Austurlandi þó búast megi við skúraleiðingum þar eftir hádegi. Hægari og úrkomuminna framan af degi á morgun, en alldjúp lægð suður í hafi kemur upp að landi seinnipartinn á morgun með meiri rigningu sunnan- og austanlands. Á þriðjudag verður lægðin komin austur af landinu með strekkings norðanátt og talsverðri rigningu og svölu veðri á Norður- og Austurlandi, en það birtir til fyrir sunnan og hlýnar. Það dregur síðan smám saman úr vindi og úrkomu, en lengst af verður fremur svalt og blautt fyrir norðan. Útlit fyrir óstöðugt og svalt loft yfir landinu um næstu helgi og reikna má því með skúradembum í flestum landshlutum.
Veðuryfirlit
300 km V af Snæfellsnesi er 997 mb lægð sem hreyfist lítið. Yfir Írlandi er minnkandi 1029 mb hæð sem fer hægt A á bóginn. 1300 km SSA af Hvarfi er vaxandi 1002 mb lægð á norðausturleið.
Veðurhorfur á landinu
Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s eftir hádegi með vætu víðast hvar á landinu. Hægviðri í fyrramálið, skýjað að mestu og smáskúrir á víð og dreif. Gengur í norðaustan 5-10 seinnipartinn á morgun með rigningu suðaustan- og austanlands. Hiti yfirleitt á bilinu 10 til 17 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Sunnan 5-10 m/s, en 3-8 í kvöld. Súld eða rigning með köflum. Hiti 10 til 13 stig. Hæg breytileg átt, skýjað og smásúld á morgun. Hiti breytist lítið.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Hæg breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu og smávæta á víð og dreif. Norðan 3-10 m/s seinnipartinn með rigningu suðaustan- og austanlands. Hiti yfirleitt á bilinu 10 til 18 stig.
Á þriðjudag:
Norðan og norðvestan 8-13 með talsverða rigningu fyrir norðan. Skýjað með köflum sunnanlands og stöku skúrir síðdegis. Hiti frá 6 stigum fyrir norðan, upp í 18 stig á Suðausturlandi.
Á miðvikudag:
Norðvestan 5-15, hvassast fyrir austan. Rigning fyrir norðan, en stöku skúrir syðra. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast sunnanlands.
Á fimmtudag:
Norðvestan 8-13 við norðausturströndina, en annars hægari. Rigning með köflum á Norður- og Austurlandi, en annars skýjað með köflum og smáskúrir í öðrum landshlutum. Hiti breytist lítið.
Á föstudag:
Norðlæg átt með dálítilli rigningu á norðanverðu landinu. Bjartara sunnantil með stöku skúrum síðdegis. Hiti 7 stil 15 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Á laugardag:
Norðlæg átt, skýjað að mestu og skúrir á víð og dreif, einkum sunnantil síðdegis.
Fremur svalt.