Helstu fréttir næturinnar hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu eru þessar: Ölvuðum manni vísað úr úrræði fyrir heimilislausa en hann hafði verið með hótanir gagnvart starfsfólk.
Tilkynnt um innbrot á byggingasvæði. Talið hafa gerst á sl. sólarhring. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. Þá var tilkynnt um reiðhjól í óskilum inn á bygginarsvæði í vesturborginni. Lögregla tók hjólið í sína vörslu.
Tilkynnt var um hávaða frá byggingarsvæði snemma í morgun en slíkar framkvæmdir mega ekki hefjast fyrr en kl. 10 um helgar. Sérstaklega hávaðasamar framikvæmdir (brotvinna og slíkt) eru ekki heimilar um helgar. Verktakar urðu við leiðbeiningum lögreglu.
Umræða