-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

Sjö­tíu manns frá lög­reglu og björg­un­ar­sveit­um leita að manni sem var á bát á Þingvallavatni

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 
Sjö­tíu manns frá lög­reglu á Suður­landi og björg­un­ar­sveit­um Árnes­sýslu leita nú að manni við sunn­an­vert Þing­valla­vatn, skammt frá bæn­um Vill­inga­vatni, eft­ir að mann­laus bát­ur fannst á vatn­inu. Bát­ur­inn er lít­ill og seg­ir Davíð Már Bjarna­son, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­bjarg­ar, að senni­lega hafi aðeins einn verið um borð. Þetta kemur fram á vef mbl.is 
Leit hef­ur staðið yfir frá því á fjórða tím­an­um en eina vís­bend­ing leit­ar­manna, auk báts­ins, er enn sem komið er bak­poki sem fannst í vatn­inu. Lögð er áhersla á að leita í flæðar­máli vatns­ins, en björg­un­ar­sveit­ar­menn hafa einnig gengið hús úr húsi í ná­lægu sum­ar­bú­staðaland­inu til að spyrja fólk hvort það þekki til báts­ins eða hafi séð manna­ferðir á svæðinu.
Leit stend­ur yfir fram und­ir myrk­ur, nema hún beri ár­ang­ur fyrr. Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar hef­ur verið á vett­vangi, og er á leið þangað á ný eft­ir að hafa þurft frá að hverfa til að fylla mætti á bens­ín­tank­inn. Segir jafnframt á vef Mbl.