Hugleiðingar veðurfræðings
Suðlæg átt og víða dálítil væta sunnan- og vestanlands, en bjart með köflum NA til. Hvessir heldur og bætir í rigningu á vesturhelmingi landsins seinni partinn. Mjög hlýtt loft streymir nú yfir landið og gæti hiti náð allt að 24 stigum norðaustanlands. Vestlægari vindur á miðvikudag, þurrt að mestu kólnar dálítið í bili. Síðastliðinn sólarhring hefur mikið rignt á sunnan- og vestanverðu landinu og rignir áfram. Vatnshæð hefur því hækkað í ám og lækjum og líkur á grjóthruni og skriðum aukist. Vöð á hálendinu geta verið varasöm eða illfær og eru ferðamenn á svæðinu beðnir að hafa það í huga. Spá gerð: 10.08.2020 06:39. Gildir til: 11.08.2020 00:00.
Veðuryfirlit
Um 450 km V af Bjargtöngum 998 mb lægð sem þokast N, en um 950 km SSA af Hvarfi er 1004 mb lægð á A-leið. Yfir Skandinavíu er 1028 mb hæðarsvæði sem þokast N og veikist. Samantekt gerð: 10.08.2020 07:18.
Veðurhorfur á landinu
Suðlæg átt 5-13 m/s, hvassast við V- og SV-ströndina seinnipartinn. Víða dálítil væta, en bjart með köflum NA-lands. Rigning á V-landi síðdegis í dag, en dregur úr vindi og úrkomu þar annað kvöld. Hiti 11 til 17 stig yfir daginn, en 17 til 23 stig norðaustanlands. Spá gerð: 10.08.2020 08:55. Gildir til: 12.08.2020 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðaustlæg átt, 5-10 m/s og lítilsháttar væta, en 8-13 og rigning seinni partinn. Hiti 11 til 14 stig. Spá gerð: 10.08.2020 04:32. Gildir til: 11.08.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Fremur hæg suðvestlæg átt, skýjað með köflum og úrkomulítið, en hvessir V-lands og þykknar upp undir kvöld. Hiti 10 til 18 stig að deginum, hlýjast á SA-landi.
Á fimmtudag:
Suðvestan 8-15 m/s, hvassast NV-lands. Talsverð rigning á V-verðu landinu og hiti á bilinu 10 til 15 stig, en bjartviðri NA-lands með hita um 20 stig.
Á föstudag:
Suðvestan 5-10 m/s, víða bjartviðri og hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir suðlægar áttir, lítilsháttar væru með köflum og hita 9 til 18 stig, hlýjast norðaustantil á landinu.
Á mánudag:
Líkur á hægri norðlægri átt með vætu og kólnandi veðri norðanlands, en bjartviðri sunnan heiða og hita 10 til 14 stig.