• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Sunnudagur, 13. júlí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

10.000 börn búa við fátækt á Íslandi

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra

10.000 börn búa við fátækt á Íslandi

Fá­tækt barna hef­ur auk­ist á milli ára

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
10. ágúst 2023
in Fréttir, Innlent
A A
0

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra fékk af­hent­an und­ir­skrift­arlista í maí s.l. þar sem skorað var á ís­lensk stjórn­völd að móta stefnu og aðgerðaráætl­un til að út­rýma fá­tækt meðal barna á Íslandi fyr­ir árið 2030. Í skýrslu Evr­óph­óps Barna­heilla frá því í mars kem­ur fram að á Íslandi búi um 10.000 börn, eða 13,1% barna, við fá­tækt. Fá­tækt barna hef­ur því auk­ist um 0,4 pró­sentu­stig á milli ára en hlut­fallið var 12,7% árið áður.

Í áskor­un til stjórn­valda er meðal ann­ars farið fram á að boðið sé upp á ör­uggt hús­næði fyr­ir lág­tekju­fjöl­skyld­ur, gjald­frjáls mennt­un sé tryggð til 18 ára ald­urs, og þar með talið náms­gögn, auk þess sem mennt­un og kjör kenn­ara á öll­um skóla­stig­um verði efld, einkum á leik­skóla­stigi.Auk for­sæt­is­ráðherra voru tals­menn barna á Alþingi viðstadd­ir viðburðinn.

Ársskýrsla umboðsmanns barna

Í dag afhenti Salvör Nordal, umboðsmaður barna, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra ársskýrslu embættisins fyrir árið 2022.

Í skýrslunni er farið yfir starfsemi embættisins og helstu verkefni þess árið 2022. Fjallað er um samráð við börn og barnaþing sem haldið var í mars á síðasta ári eftir að öllum sóttvarnarreglum var aflétt. Í september var haldin í Hörpu ráðstefna og ársfundur evrópusamtaka umboðsmanna barna (ENOC). Meginefni ráðstefnunnar var loftslagsréttlæti og réttindi barna. Ráðstefnan tókst afar vel og hana sóttu um hundrað manns, meðal annars börn, frá fjölmörgum Evrópuríkjum.

Embætti umboðsmanns barna hóf á árinu þrjú mikilvæg verkefni sem lúta að stöðu barna í viðkvæmum aðstæðum. Í fyrsta lagi hóf embættið réttindagæslu sem er tilraunaverkefni til tveggja ára sem kveðið er á um í aðgerðaáætlun stjórnvalda um innleiðingu Barnasáttmálans og samþykkt var á Alþingi vorið 2021. Markmið verkefnisins er að börn og/eða foreldrar þeirra geti leitað stuðnings og ráðgjafar hjá aðila sem aðstoði þau við að leita réttar barns hjá stjórnvöldum telji þau brotið gegn réttindum þess. Þá hóf embættið að birta upplýsingar um fjölda þeirra barna sem bíða eftir þjónustu hjá ýmsum aðilum en langir biðlistar eftir greiningum og margvíslegri þjónustu hefur verið viðvarandi vandamál árum saman. Loks beindi embættið sérstaklega sjónum að stöðu barna sem eiga foreldra í fangelsum en það er mjög aðkallandi að bæta aðstöðu barna til að viðhalda tengslum við foreldra sína á meðan á afplánun stendur.

Ársskýrsluna má finna á rafrænu formi á vef umboðsmanns barna.

Umræða
Share4Tweet2
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Eru vegtollar lausnin?

    Hringveginum verður lokað í báðar áttir

    54 deilingar
    Share 22 Tweet 14
  • Ríflega 150% verðmunur á fiski – Veiðigjöld greidd í samræmi við heimatilbúið tombóluverð

    13 deilingar
    Share 5 Tweet 3
  • Alvarlega slasaður vegna hnífsstungu

    7 deilingar
    Share 3 Tweet 2
  • Veitingahúsið Eyri er fimm stjörnu og er við Hjalteyri

    8 deilingar
    Share 3 Tweet 2
  • Hitinn getur farið yfir 28 stig – mögulegt að met verði slegin

    2 deilingar
    Share 1 Tweet 1
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?