Jeppabifreið varð alelda sunnan megin við Borgarfjarðarbrú um fimm leitið í dag, slökkvistarf gekk vel og enginn slasaðist.
Slökkviliðið í Borgarnesi var á staðnum ásamt lögreglu og tók töluverðan tíma að ná að slökkva eldinn í bílnum. Bifreiðin var með kerru í eftirdragi og var henni forðað frá bifreiðinni og er bíllinn gjörónýtur.
Umræða