,,Hér held ég að hámark heimskunnar hafi verið myndað við Skógafoss á dögunum. (mynd af Iceland Q&A)“ segir einn meðlimur baklands ferðaþjónustunnar og birtir mynd af manni sem að stendur fyrir ofan Skógarfoss sem er 60 metra hár, í myndatöku.
Fólk er mjög hneykslað á athæfinu og m.a. segir björgundarsveitarmaður: ,,Sem björgunarsveitamaður þá vekur þessi mynd mig til umhugsunar um að við verðum að fara að gera ferðamenn ábyrgari fyrir eigin hegðun hér.
Ætli að svona fífl geri sér grein fyrir því hvað björgunaraðgerðir myndu kosta, bæði í fjármunum og síðan sjálfboðinni vinnu björgunarmanna.
Okkar tilgangur er ekki að bjarga fólki sem kemur sér í svona stöðu, þó við auðvitað bregðumst alltaf við. Ef komið yrði á einhverju kerfi hér sem gerði menn ábyrgari, þá held ég að það stórdrægi úr svona framkomu. Þetta er bara atvik sem náðist á mynd. Ég hef heyrt ótal sögur af fáránlegri fífldirfsku.“