Klukkan 00:12 barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar neyðarkall frá 12 metra handfærabát sem var strandaður rétt utan við Skála á sunnanverðu Langanesi. Tveir menn voru um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar send á staðin ásamt björgunarbátum frá Þórshöfn og Bakkafirði og nærstöddum skipum. Þá voru björgunarsveitir frá Raufarhöfn, Þórshöfn og Húsavík sendar landleiðina á vettvang.
Um kl.01:20 kom fiskibátur á svæðið en hann gat ekki athafnað sig á svæðinu. Þá var ágætis veður á svæðinu, bjart en nokkur sjór. Björgunarbátur frá Bakkafirði kom á staðin um kl.02:30 en ekki var talið ráðlegt að reyna björgun frá sjó sökum sjólags. Þá voru aðstæður til björgunar frá landi ekki góðar sökum aðstæðna en strandstaður var undir bjargi. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR kom á vettvang um kl.02:35 og kl.02:52 var búið að bjarga báðum mönnunum um borð í þyrluna.
Aðstæður á vettvangi verða skoðað betur við birtingu með tilliti til björgunar á bátnum.“