-1.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 7. febrúar 2023
Auglýsing

Mikil fækkun farþega hjá Strætó

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Tekjurnar minnkað um 25% 

Farþegum hjá Strætó hefur fækkað töluvert þegar rýnt er í tölur fyrstu sjö mánuði ársins, janúar til júlí. Þetta má rekja að mestu leyti til korónuveirufaraldursins að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar upplýsingafulltrúa fyrirtækisins. Þetta er mælt í svokölluðum innstigum í vagnana á höfuðborgarsvæðinu.
Heildarinnstig í vagnanna fyrstu sjö mánuði ársins nam 5.553.752 milljónum samanborið við 6.755.094 milljónum sömu mánuði ársins 2019. Innstigum hefur því fækkað um 1.201.342 talsins.
Eins og kemur fram í tölunum er farþegafjöldi þess árs mestur í febrúar, eða rétt áður en áhrifa Covid-19 fór gæta hér á landi. Í febrúar var farþegafjöldin tæp ellefuðu hundruð þúsund en fór mest niður í rúm sjö hundruð þúsund í maí að sögn FÍB.
,,Í fljótu bragði eru tekjurnar um 25% minni fyrstu sjö mánuði ársins. Sala í nemakortum fer hægar af stað en áður en það getur orsakast af fjarkennslunni sem margir skólar bjóða upp á núna í haustbyrjun,“ sagði Guðmundur Heiðar í samtali við FÍB.
Samdráttur í almenningssamgöngum er ekki bara að eiga sér stað hér á landi heldur almennt séð í Evrópu. Til merkis um það hefur samdráttur í almenningssamgöngukerfi Barcelona á Spáni fyrstu átta mánuði ársins numið um 50%. Svipaðar tölur er að sjá í Þýskalandi, Frakklandi og á Bretlandseyjum.