,,Eru kynferðisbrot á Bessastöðum Stígamótum þóknanleg, þar sem „hommavalsinn“ er stiginn af stakri snilld?“
Gústaf Níelsson vandar Stígamótum ekki kveðjuna í færslu á síðu sinni og segir samtökin vera mafíu sem stundi fjárkúgun og að rök liggja til þess að rannsaka þurfi bókhald samtakanna.
Þá ræðst hann jafnframt að forseta Íslands og segir ,,Hvenær leggja Stígamót til atlögu við forsetann eða eru kynferðisbrot á Bessastöðum Stígamótum þóknanleg, þar sem „hommavalsinn“ er stiginn af stakri snilld?“
Hér er færsla Gústafs Níelssonar í heild sinni:
,,Satt best að segja er okkar manni nokkuð brugðið. Stígamót eru mafía, sem stundar fjárkúgun og krefst þess nú að embættismönnum í réttarvörslukerfinu sé vikið frá störfum, vegna skoðana þeirra. Þessu verður auðvitað að linna.
Stígamót eru í aðalatriðum fjármögnuð með skattfé almennings. Rétt væri að ríkisendurskoðun og borgarendurskoðun kíktu í bækur mafíunnar. Rök liggja til þess.
Báðir heita þeir Guðni, fráhrakinn formaður KSÍ og forseti Íslands. Hvenær leggja Stígamót til atlögu við forsetann eða eru kynferðisbrot á Bessastöðum Stígamótum þóknanleg, þar sem „hommavalsinn“ er stiginn af stakri snilld?“