Flugskeytaárásir voru gerðar á „margar“ borgir í Úkraínu í morgun, að sögn úkraínsku forsetaskrifstofunnar. Talsmaður neyðarþjónustunnar í Kyiv segir samkvæmt Reuters að sprengingarnar hljóti að hafa leitt til dauða fólks og að margir hafi slasast.
Zelenskyi forseti Úkraínu segir einnig að tilkynnt hafi verið um slasaða og dauðsföll í sprengingunum.
,,Rússar eru að reyna að tortíma okkur og þurrka okkur af yfirborði jarðar. Fólkið okkar sem sefur heima í Zaporizhzhya – drepa fólk sem fer að vinna í Dnipro og Kyiv,“ segir Zelenskyi.
„Það er verið að gera flugskeytaárásir á Úkraínu. Það eru upplýsingar í gangi um árásir á margar borgir í landinu okkar,“ sagði Kyrylo Tymoshenko, embættismaður á skrifstofu forseta Úkraínu, á samfélagsmiðlum. Hann hvatti fólk til að leita skjóls í neðanjarðarbyrgjum.
Að minnsta kosti 17 manns hafa látið lífið í árásum Rússa um helgina á iðnaðarborgina Zaporizhzhya, að sögn yfirvalda á staðnum. Að auki særðust 40 aðrir í eldflaugaárásinni. Frá þessu er meðal annars greint frá CNN og úkraínska dagblaðinu Kyiv Independent. Vísa þeir í yfirlýsingu frá starfandi borgarstjóra borgarinnar, Anatolij Kurtev.
https://gamli.frettatiminn.is/16/09/2022/fjoldagrof0-440-lik-af-bornum-og-fullordnum-pyntingar-naudganir-og-aftokur/