Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heldur til Portúgals í fyrramálið til þess að vera viðstaddur umspilsleik íslenska landsliðsins í knattspyrnu fyrir Heimsmeistaramót kvenna 2023.
Íslenska landsliðið mætir því portúgalska á Estádio Capital do Móvel og ræður leikurinn úrslitum um það hvort liðið leikur á HM í Eyjaálfu næsta sumar.
Forseti flýgur til Porto að morgni þriðjudags með beinu leiguflugi Icelandair sem skipulagt var af þessu tilefni. Flogið verður aftur til Íslands eftir leikinn á þriðjudagskvöld. Þetta kemur fram í tilkynnigu frá embættinu.
Discussion about this post