Lögreglumenn voru staddir í heimahúsi á Egilsstöðum vegna allt annarra erindagjörða
Skógræktin hefur endurheimt höfuð af brjóstmynd skáldsins Þorsteins Valdimarssonar sem hvarf úr Hallormsstaðarskógi um miðjan ágúst. Höfuðið var brotið af stuðlabergsstöpli sem stendur á stað sem Þorsteinn kallaði Svefnósa og var gerð talsverð leit að gripnum án árangurs en fjallað var um málið á vef rúv.is.
Fram kemur á vef Skógræktarinnar að rannsókn lögreglu hafi engu skilað fyrr en óvænt í síðustu viku að lögreglumenn voru staddir í heimahúsi á Egilsstöðum allt annarra erindagjörða.
Árvökull lögreglumaður rekur þá augun í höfuð skáldsins en húsráðandi kvaðst hafa fundið það í runna.
Skógræktin undirbýr nú að koma brjóstmyndinni aftur á sinn stað í skóginum.
Umræða