Umboðsmaður Alþingis telur að fjármálaráðherra hafi ekki verið hæfur til að samþykkja tillögu Bankasýslunnar um sölu á hlut í Íslandsbanka í mars á síðasta ári. Fjármálaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar klukkan hálf ellefu að sögn ríkisútvarpsins.
Bjarni segir að næstu skref muni ráðast af samtali hans við samstarfsflokkanna. Hann segir ekki gott að segja hvaða afleiðingar þetta hafi fyrir ríkisstjórnarsamstarfið. „Ég er knúinn til að láta af störfum hér.“ Hann segir þetta hafa verið erfiða ákvörðun og persónulega. Hann segist virða niðurstöðu umboðsmanns og ítrekar að honum sé ókleift að sinna sínu starfi áfram.
Hann segir tvennt ólíkt að fást við pólitíska andstæðinga og svo álit umboðsmanns. Hann segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort hann ætli að fara í annað ráðuneyti. Hann segir frumkvæðið að þessari ákvörðun koma „hundrað prósent“ frá honum.
Hann segir ákvörðunina tekna vegna þess skugga sem hafi verið varpað yfir hann og ráðuneyti hans vegna þess eina kaupenda af 24 þúsund sem hafi keypt hlut í Íslandsbanka. Segir í fréttinni.