Hríðarveður er á fjallvegum norðanlands sem nær hámarki um hádegi, krapi í byggð. Eins á Fjarðarheiði og Fagradal í kvöld og nótt. Suðaustanlands verða staðbundið snarpar hviður allt að 40-50 m/s frá Eyjafjöllum og austur í Berufjörð til morguns. Sandfok á Skeiðarársandi.
Hugleiðingar veðurfræðings
Við norðausturströndina er vaxandi lægð sem þokast austur seinnipartinn í dag. Henni fylgir norðan og norðvestan hvassviðri eða stormur á landinu. Norðantil er spáð talsverðri rigningu eða slyddu á láglendi, en snjókomu á heiðum og því er líklegt að færð spillist. Seinni partinn hvessir svo enn frekar suðaustanlands. Sjá nánar í viðvörunum. Það lægir á vestanverðu landinu í nótt og fyrramálið, en veðrið gengur rólega niður eystra á morgun. Dálítil slydda eða snjókoma á Norður- og Austurlandi, annars yfirleitt þurrt. Spá gerð: 10.10.2023 06:24. Gildir til: 11.10.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Norðvestan og norðan 15-23 m/s í dag. Rigning eða slydda um landið norðanvert, en snjókoma á heiðum, sums staðar talsverð eða mikil úrkoma. Yfirleitt úrkomulítið sunnan heiða. Norðvestan 20-28 m/s suðaustanlands síðdegis. Hiti 1 til 7 stig.
Norðvestan 15-25 á Suðaustur- og Austurlandi í fyrramálið og fer síðan að lægja, en mun hægari vindur annars staðar. Dálítil slydda eða snjókoma, en þurrt að kalla sunnan- og vestantil. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig. Spá gerð: 10.10.2023 04:00. Gildir til: 11.10.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Norðaustan og norðan 10-18 og slydda eða snjókoma með köflum, en 15-23 m/s syðst fram eftir degi. Hiti 0 til 5 stig. Þurrt að kalla sunnan heiða síðdegis, og hlýnar austantil með rigningu á láglendi.
Á föstudag:
Norðan 10-18 og él, en úrkomulítið um landið sunnanvert. Dregur smám saman úr vindi eftir hádegi. Hiti kringum frostmark.
Á laugardag:
Vestlæg eða breytileg átt 5-13. Dálítil él og kalt í veðri, en hlýnar við suðvesturströndina með lítilsháttar rigningu.
Á sunnudag og mánudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda með köflum. Hlýnar smám saman.
Spá gerð: 10.10.2023 08:43. Gildir til: 17.10.2023 12:00.