Umsóknarfrestur um embætti forstjóra Landspítala rann út í gær. Umsækjendur eru 14 og eru nöfn þeirra birt hér að neðan í stafrófsröð.
- Björn Óli Ö Hauksson, verkfræðingur
Elísa Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri
Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri mannauðsskrifstofu
Hákon Hákonarson, læknir
Jan Triebel, læknir
Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga
Kristinn V Blöndal, ráðgjafi
Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri
Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga
Reynir Arngrímsson, læknir og prófessor
Runólfur Pálsson, starfandi framkvæmdastjóri meðferðarsviðs
Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar
Sigurður Erlingsson, viðskiptafræðingur
Þriggja manna hæfnisnefnd, sem starfar á grundvelli 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, mun nú meta hæfni umsækjanda en starfsreglur nefndarinnar má finna hér.
Heilbrigðisráðherra skipar í embættið til 5 ára frá 1.mars 2022.
Discussion about this post