Ekki hægt að útiloka að kvikugangurinn fari undir Grindavík
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum í samvinnu við Almannavarnir hafa ákveðið að rýma Grindavík. Neyðarstig almannavarna er komið í gildi. Þetta er ekki neyðarrýming. Íbúar Grindavíkur eru beðnir um að fara með gát.
Víðir getur ekki sagt hversu ofarlega kvikugangurinn er kominn en atburðarásin hafi verið nokkuð hröð síðustu klukkustundir. Það væri gott ef fólk gæti yfirgefið Grindavík á næstu tveimur til þremur klukkustundum.
Skýr merki eru komin fram á mælum Veðurstofunnar um myndun kvikugangs til yfirborðs.
Grindavík verði yfirgefin fyrir klukkan þrjú
Það væri mjög gott ef íbúar Grindavíku væru farnir fyrir klukkan þrjú. Eftir verða viðbragðsaðilar og lykilstarfsmenn í Grindavík.
Umræða