Nú rétt í þessu, kl 12:44 varð skjálfti af stærð 4,1, rétt austan við Sýrlingafell. Nokkuð þétt jarðskjálftahviða hófst um klukkan 7 í morgun á þessum slóðum og hafa tæplega 800 skjálftar mælst þar frá miðnætti, þar af 9 af stærð 3 eða stærri.
Jarðskjálftahviður hafa verið viðvarandi síðan landris hófst 27. október við Þorbjörn.
Vænta má að skjálftans hafi orðið vart á öllu SV-horni landsins.
Umræða