Tæplega 23.000 jarðskjálftar hafa mælst í jarðskjálftahrinu sem hófst 25. október við Þorbjörn vegna landriss. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinunnar.
Í dag hefur verið öflug jarðskjálftahrina og margir skjálftar um 4,0 og einn 4,6 rétt fyrir klukkan fimm í dag.
Stærsti skjálfti hrinunar mældist 4,8 að stærð kl. 00:46 í gær 9 nóvember rétt vestan við Þorbjörn, og jafnframt stærsti skjálfti hrinunar.
Um 1100 jarðskjálftar hafa mælst frá því á miðnætti og verið að mestu bundin við Sundhnjúkagíga, þá hefur mælst þó nokkur fjöldi jarðskjálftar 3,0 eða stærri, við Sýlingarfell þeir stærstu kl. 12:44 og kl 15:23 af stærð 4,3. Skjálftavirkni hefur færst í aukana eftir kl 15:00 í dag.
Umræða