-4.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Uppstilling samþykkt samhljóða hjá Framsókn í Reykjavík

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Framsókn í Reykjavík mun notast við uppstillingu sem aðferð við val á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar á næsta ári. Tillaga þess efnis var samþykkt samhljóða á nýliðnu og fjölmennu kjördæmaþingi Framsóknar í Reykjavik sem fór fram rafrænt. 

Kjörnefnd og nýjum borgarmálahópi Framsóknar var falið að hefja undirbúning fyrir kosningabaráttu í Reykjavík. Ráðgert er að tillaga að uppstillingu á framboðslista flokksins í Reykjavík verði kynnt og borin upp til atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna eigi síðar en í mars næstkomandi.

Þingið samþykkti einnig tillögu þess efnis um að koma á fót hverfafélögum í hverfum Reykjavíkur. Ráðin eru hugsuð sem vettvangur fyrir íbúa hverfanna til skoðanaskipta og málefnavinnu í borgar- og landsmálum.

,,Það er ánægjulegt að finna fyrir þeim mikla áhuga sem ríkir á grasrótarstarfi Framsóknarflokksins í Reykjavík. Endurspeglast það meðal annars í þörfinni fyrir ný hverfaráð innan flokksstarfsins sem verða stofnsett á næstu vikum. Flokkurinn hefur alla tíð látið sig mikilvæg mál varða fyrir borgarbúa og eru ótvíræð sóknarfæri fyrir flokkinn í komandi borgarstjórnarkosningum,” segja Lilja Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason, ráðherrar og þingmenn Framsóknar í Reykjavík, í sameiginlegri tilkynningu eftir þingið.