BHM og BSRB segja nýtt stéttarfélag á vegum Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði ekkert annað en gervistéttarfélag. Tilkynnt var um stofnun stéttarfélags sem heitir Virðing, á dögunum.
Í sameiginlegri yfirlýsingu BSRB og BHM segir að stofnun Virðingar gangi gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði þar sem launafólkið sjálft stofnar sín stéttarfélög. Gagnrýnt er að þótt félagsgjald í Virðingu sé sambærilegt við félagsgjöld í öðrum stéttarfélögum, þá séu réttindi og kjör félaga í Virðingu langt frá því sem önnur stéttarfélög bjóða.
Það gildi jafnt um kjör, orlofsrétt, uppsagnarrétt og réttindi í sjúkrasjóði. Segir í yfirlýsingunni að það sé forkastanlegt að atvinnurekendur grafi undan réttindum launafólks með þessum hætti.
Þá hefur Eflling jafnframt ,,varað við svikamyllu – Gervistéttafélag sem beitt sé til að skerða kjör“ eins og segir í tilkynningu þeirra.
Eflinga varar við svikamyllu – Gervistéttarfélagi beitt til að skerða kjör starfsfólks