4.508 beiðnir um nauðungarsölur: 3.271 fasteignir og 1.170 bifreiðar m.a. – 14.179 árángurslaus fjárnám og 21.674 fjárnámsbeiðnir
Í ársskýrslu sýslumanna sem var að koma út er farið yfir fullnustumál ofl. Þeir málaflokkar sem heyra hér undir eru nauðungarsölur, fjárnám, innsetningar, útburðir, kyrrsetningar, lögbann og löggeymsla.
Beiðnir um nauðungarsölur
Fjöldi nýrra beiðna árið 2018 fór niður í 4.508 en var 5.394 árið 2017. Ýmis merki hafa þó verið á lofti undanfarið um að þessi þróun kunni að vera að snúast við aftur að einhverju leyti. Þeim eignum sem seldar voru nauðungarsölu á sama tímabili hefur einnig fækkað.
MYND 9. FJÖLDI NÝRRA NAUÐUNGARSÖLUBEIÐNA
,,Á árinu 2015 runnu sitt skeið á enda lögbundnar heimildir sýslumanna til að verða við óskum um frestanir á nauðungarsölum á íbúðarhúsnæði þeirra gerðarþola sem sótt höfðu um leiðréttingu
fasteignaveðlána, síðast skv. lögum nr. 16/2015. Af þeim sökum voru óvenju margar fasteignir seldar nauðungarsölu á árinu 2015 og á fyrri helmingi ársins 2016 eftir að möguleikar gerðarþola til að fá nauðungarsölu frestað höfðu verið tæmdir. Tölur yfir fjölda seldra fasteigna árin 2017 og 2018 og samanburð við árið 2016 þarf því að skoða með það í huga. Seldum ökutækjum hefur fjölgað á síðustu tveimur árum og voru 203 árið 2017 og 310 árið 2018.“
Athygli vekur fjöldi nauðungarsölubeiðna og svo þær sem ná fram að ganga með endanlegri sölu. En ferlið kostar gerðarþola stórfé vegna m.a. greiðslna til lögmanna, vaxta, dráttarvaxta og allskonar kostnaðar.
Hér er hægt að lesa skýrsluna í heild sinni en þar er einnig fjallað um fleiri verkefni eins og dagsektir vegna tálmana ofl. fjölskyldumál svo eitthvað sé nefnt.
MYND 10. FJÖLDI SELDRA EIGNA – LOKIÐ MEÐ AFSALI