Markmið félagsins er að ná fram hugarfarsbreytingu
Fáir njóta raunverulega góðs af fiskiauðlind þjóðarinnar að sögn forsvarsmanna félagsins Auðlindir í almannaþágu, sem stofnað var í dag. Þeir vilja kerfisbreytingu og efast um að núverandi fyrirkomulag við úthlutun kvóta gagnist landsbyggðinni. Fréttavefurinn Vísir.is fjallar um málið nú í kvöld.
Þar kemur fram að stofnfundur félagsins hafi farið fram í Norræna húsinu í dag og að félagið hyggist ferðast um landið með fundi og velta því upp hvort núverandi fyrirkomulag við úthlutun kvóta gagnist landsbyggðinni á sem besta mögulega hátt, en stofnandi félagsins segir núverandi kerfi hygla fáum.
„Það eru mjög fáir sem njóta raunverulega góðs af auðlindinni. Við erum ekki að tala um það sem að byggðirnar fái í gegnum störf og rekstur fyrirtækja sem verður til staðar burt séð frá því hvaða fyrirkomulag við höfum við útdeilingu kvótans. Það er umframarður sem nemur kannski 70-90 krónum á hvert þorskkíló að lágmarki sem er að skila sér til mjög fárra. Til fjármálastofnana, til eiganda og hluthafa stórfyrirtækja,“ sagði Kjartan Jónsson í samtali við Vísi en hann er stofnandi félagsins.
Hér er hægt að lesa alla fréttina og sjá viðtalið á Visir.is
Þingmaður stígur fram – ,,Það stóð til að ræna þessari nýju auðlind fyrir framan nefið á þjóðinni!!!“
https://gamli.frettatiminn.is/2019/11/14/thingmadur-stigur-fram-thad-stod-til-ad-raena-thessari-nyju-audlind-fyrir-framan-nefid-a-thjodinni/