Hugleiðingar veðurfræðings
Norðlæg eða breytileg átt, strekkingur austast fram eftir degi en gola eða kaldi annars staðar. Léttskýjað á Suður- og Vesturlandi, en dálítil él norðaustanlands. Frost yfirleitt 2 til 10 stig. Á morgun fer að hlýna með vaxandi suðaustanátt á Suður- og Vesturlandi, 10-18 m/s um kvöldið og rigning eða slydda suðvestantil. Hægari vindur norðan- og austanlands, bjartviðri og kalt áfram.
Á miðvikudag er útlit fyrir ákveðna suðaustanátt með rigningu eða slyddu, þó síst á norðaustanverðu landinu. Hiti 1 til 7 stig.
Veðuryfirlit
300 km NA af Færeyjum er minnkandi 992 mb lægð á hreyfingu SA, en yfir Grænlandi er 1022 mb hæð, sem teygir sig yfir Ísland. 700 km A af Nýfundnalandi er víðáttumikil og vaxandi 983 mb lægð á NA-leið.
Veðurhorfur á landinu
Norðlæg átt, 5-15 m/s, hvassast austast, en lægir smám saman síðdegis. Dálítil él á NA-verðu landinu fram eftir degi, en annars léttskýjað. Frost 2 til 12 stig.
Vaxandi suðaustanátt á morgun, þykknar upp hlýnar, 13-20 m/s SV-til um kvöldið, hvassast syðst. Dálítil rigning eða slydda þar, einkum við ströndina og hiti 1 til 6 stig. Annars hægara, bjartviðri og frost 0 til 5 stig.
Spá gerð: 11.01.2021 10:10. Gildir til: 13.01.2021 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg austanátt og léttskýjað. Frost 3 til 8 stig. Vaxandi suðaustanátt á morgun, þykknar upp og hlýnar, 10-15 m/s og dálítil rigning eða slydda um kvöldið og hiti 1 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Suðaustan 13-20 m/s og rigning eða slydda, hvassast syðst, en þurrt að kalla NA-lands. Hiti 0 til 7 stig, svalast NA-lands.
Á fimmtudag:
Suðlæg átt, 8-15 m/s og rigning eða slydda með köflum, en hægara og bjartviðri NA-lands. Hiti 0 til 6 stig.
Á föstudag:
Austlæg eða breytileg átt og sums staðar rigning eða slydda, en þurrt fyrir norðan og áfram milt veður.
Á laugardag og sunnudag:
Breytilegar áttir, skúrir eða él og kólnandi veður.