-3.2 C
Reykjavik
Miðvikudagur - 1. febrúar 2023
Auglýsing

Frost 5 til 15 stig og kaldast í innsveitum

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Hugleiðingar veðurfræðings

Dagurinn byrjar með hægri breytilegri átt og stöku éljum vestanlands. Það léttir til eftir hádegi með vaxandi norðaustanátt, 5-10 í kvöld en 10-15 syðst og um norðanvert landið. Frost 1 til 8 stig. Hægt minnkandi norðaustanátt á morgun og bjart með köflum en skýjað og dálítil él fyrir austan og við norðurströndina. Frost verður um allt land. Hæg breytileg átt á sunnudag og skýjað með köflum. Dálítil él austanlands og sums staðar snjókoma suðvestantil. Frost 5 til 15 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands.

Veðurhorfur á landinu

Breytileg átt 3-8 m/s og stöku él framan af degi, en síðan þurrt og bjart veður um mestallt land. Gengur í norðaustan 5-10 í kvöld, en 10-15 syðst og norðvestantil. Frost 3 til 12 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan. Norðaustan 5-10 m/s á morgun, en 10-15 með austurströndinni og á norðvestanverðu landinu. Víða léttskýjað, en skýjað og lítilsháttar él austanlands og með norðurströndinni. Hiti breytist lítið.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Suðaustlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og skýjað með köflum, en dálítil snjókoma á SV-landi. Frost 0 til 12 stig, minnst syðst.

Á mánudag:
Gengur í suðaustan og austan 13-20 m/s með snjókomu eða slydda á S-verðu landinu, en hægara og úrkomulítið fyrir norðan. Hiti kringum frostmark við suðurströndina, niður í 10 stiga frost í innsveitum fyrir norðan.

Á þriðjudag:
Austlæg átt, 13-18 m/s og dálítil snjókoma, en slydda eða rigning við A-ströndina. Snýst í suðvestan 5-13 með éljum SV-til seinnipartinn. Hiti við frostmark.

Á miðvikudag:
Norðaustanátt og víða dálitil snjókoma eða él, en úrkomulítið SV-til. Kólnandi veður.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir hæga breytilega átt og sums staðar snjókoma eða él. Kalt í veðri.