Veðurhorfur á landinu
Suðvestan 18-28 m/s, hvassast norðantil. Skúrir og síðar él, en úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Kólnandi veður. Dregur úr vindi seint í kvöld og nótt.
Suðlæg átt 5-13 þegar kemur fram á morgundaginn. Hiti kringum frostmark. Vaxandi suðaustanátt og rigning eða slydda annað kvöld, einkum sunnan- og vestanlands. Hlýnar aftur. Spá gerð: 11.02.2023 15:27. Gildir til: 13.02.2023 00:00.
Athugið
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Hvöss sunnanátt og rigning, talsverð á köflum en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 5 til 10 stig.
Á þriðjudag:
Sunnan og suðvestan 5-13 m/s. Skúrir og síðar él, en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Kólnandi veður.
Á miðvikudag:
Suðlæg átt og él, en bjartviðri norðan- og austanlands. Hiti kringum frostmark.
Á fimmtudag:
Snýst í norðanátt með éljum norðantil, en léttir til sunnan heiða. Kólnandi veður.
Á föstudag:
Útlit fyrir suðvestanátt með dálitlum éljum sunnan- og vestanlands.
Spá gerð: 11.02.2023 08:14. Gildir til: 18.02.2023 12:00.