Dauður hvalur með 100 kílóa þungan „bolta“ í maganum
Hvalnum skolaði upp á land á suðurhluta Lewis- og Harris eyja í Skotlandi á fimmtudag og fannst í fjörunni með 100 kílóa þungan þjappaðan ,,massa“ í maganum.
Þessi hundruð kíló samanstóðu meðal annars af miklu magni af fiskinetum, reipum, plastpokum og öðru plasti. Talið er að úrgangurinn komi frá sjávarútvegi landsins.
Þó líklegt sé að ruslið hafi átt þátt í dauða hvalsins er ekki unnt að rannsaka hvort ruslið hafi haft áhrif á eða hindrað vinnslu í þörmum. Hins vegar er magn úrgangsins sem fannst í maganum hræðilegt. ,,Það hlýtur að hafa eyðilagt meltingarkerfið.“
Hvalreki jókst mikið
Landhelgisgæslan og aðrir opinberir starfsmenn aðstoðuðu við rannsóknir á hvalanum s.l. laugardag, ásamt því að grafa stóra gröf á ströndinni til að urða dýrið.
Samkvæmt samtökunum SMASS hefur fjöldi dauðra hvala og höfrunga aukist mikið á undanförnum árum í Skotlandi.
Árið 2018 var tilkynnt um 930 dauða hvali og höfrunga í landinu samanborið við 204 árið 2009. Hér má sjá myndband og myndir af hvalnum
Umræða