Í fréttum úr dagbók lögreglunnar er þetta helst frá klukkan 05:00 til 17:00
- Lögreglustöð 1 – Austurbær, Vesturbær, Miðborg og Seltjarnarnes
- Tilkynnt um tónlistarhávaða í hverfi 104, rætt við húsráðendur sem lofuðu að lækka.
- Tilkynnt um líkamsárás, árásarþoli kvaðst þekkja geranda. Lögregla fór heim til geranda þar sem hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar.
- Tilkynnt um þjófnað á rafmagnshlaupahjóli í hverfi 105, lögregla fór á vettvang og ræddi við tjónþola, málið er í rannsókn.
- Tilkynnt um eld í ruslageymslu í hverfi 105, lögregla fór á vettvang ásamt slökkviliði. Minniháttar tjón.
- Tilkynnt um mann í annarlegu ástandi í verslun en hann var ógnandi og æstur við starfsmann. Lögregla fór á vettvang og vísaði manninum út.
- Tilkynnt um foktjón en svalahandrið var að losna frá byggingu. Lögregla fór á vettvang til þess að aðstoða björgunarsveit. Svalahandriðið var tekið niður og gengið frá því á trygglegan hátt.
- Tilkynnt um gest til vandræða á hóteli í miðbænum, honum vísað á brott.
- Tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í hverfi 108, aðilarnir fundust ekki þrátt fyrir leit.
- Einn ökumaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur en hann var mældur á 115 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Rituð vettvangsskýrsla á vettvangi þar sem ökumaður játaði brotið.
- Óskað eftir aðstoð lögreglu í verslun í Skeifunni vegna þjófnaðar á snyrtivörum. Gerendur voru farnir af vettvangi en fundust stuttu seinna, skammt frá versluninni.
- Lögreglustöð 2 – Hafnafjörður og Garðabær
- Tilkynnt um tvo menn sofandi í bifreið og kváðust þeir búa í næsta húsi. Þeir kváðust hafa sofnað í bifreiðinni og voru bara að slaka á.
- Leigubílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna pars en annað þeirra sparkaði í bifreið leigubílstjórans.
- Tilkynnt um foktjón þar sem stór hurð var að fjúka upp. Lögregla fór á vettvang til þess að kanna aðstæður.
- Lögreglustöð 3 – Kópavogur og Breiðholt
- Tilkynnt um foktjón þar sem stórar þakplötur voru að fjúka. Lögregla fór á vettvang til þess að kanna aðstæður. Lögregla óskaði eftir aðstoð björgunarsveitar.
- Tilkynnt um þjófnað í verslun, lögregla fór á vettvang.
- Lögreglustöð 4 – Grafarvogur, Árbær og Mosfellsbær
- Leigubílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem hafði ráðist á hann. Farþeginn handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna gruns um líkamsárás. Málið er í rannsókn.
- Tilkynnt um umferðaróhapp þar sem ökumaður ók yfir á öfugan vegarhelming og síðan út af veginum. Ökumaður reyndist vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaður handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem blóðsýni var tekið úr ökumanni. Ökumaður síðan vistaður í fangageymslu. Málið er í rannsókn.
Umræða