Um 550 km SSV af Reykjanesi er dýpkandi 962 mb lægð sem fer NA en í SA á morgun.
Búist er við að vindhraði nái fárviðrisstyrk undir Eyjafjöllum og í Heimaey í Vestmannaeyjum í kvöld. Fárviðrisstyrkur er þegar að meðalvindhraði er yfir 32,7 metrum á sekúndu sem samsvarar 12 vindstigum í gamla kerfinu.
Veðurhorfur: Austan og síðan norðaustan 15-23 á sunnanverðu landinu en 23-35 m/s undir Eyjafjöllum og í Vestmannaeyjum og einnig á Suðausturlandi síðar í kvöld. Norðaustlægari og lægir heldur eftir miðnætti. Austan og norðaustan 15-23 norðanlands í nótt og snjókoma með köflum. Dregur smám saman úr vindi á morgun.
Snjókoma norðanlands, einkum í og austan Tröllaskaga, talsverð rigning eða slydda með A-ströndinni og léttir til um landið SV-vert. Norðan 5-15 annað kvöld.
Hiti 0 til 5 stig S-til, víða frostlaust víða við sjóinn norðanlands annars 0 til 6 stiga frost.
Suðurland – Austan og norðaustan stormur eða rok (Appelsínugult ástand)
11 mar. kl. 15:00 – 12 mar. kl. 12:00 – Austan og síðar norðaustan stormur eða rok, 20-28 m/s, en jafnvel allt að 30 m/s seint um kvöldið og fram á nótt, þ.á.m í Vestmannaeyjum. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, yfir 40 m/s, einkum undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli. Samgöngutruflanir líklegar og ekkert ferðaveður meðan viðvörunin er í gildi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausamunum til að forðast foktjón.
Norðurland eystra – Norðaustan hríð (Gult ástand)
12 mar. kl. 04:00 – 23:00 – Norðaustan hvassviðri eða stormur 15-23 m/s, með vindhviðum allt að 30 m/s, él og skafrenningur með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, einkum á fjallvegum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.
Austurland að Glettingi – Norðaustan hríð (Gult ástand)
12 mar. kl. 00:00 – 23:00 – Norðaustan hvassviðri eða stormur, 15-23 m/s, með vindhviðum allt að 30 m/s, él og síðar snjókoma eða slydda með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, einkum á fjallvegum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.
Austfirðir – Norðaustan hríð (Gult ástand)
12 mar. kl. 03:00 – 18:00 – Norðaustan hvassviðri eða stormur 15-23 m/s, með vindhviðum allt að 28 m/s. Talsverð snjókoma eða slydda með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, einkum á fjallvegum, en búast má við rigningu á láglendi. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.
Suðausturland – Austan eða norðaustan stormur eða rok (Appelsínugult ástand)
11 mar. kl. 16:00 – 12 mar. kl. 11:00 – Austan og síðar norðaustan stormur eða rok, 20-28 m/s, en allt að 30 m/s í meðalvindhraða seint um kvöldið og fram á nótt í Öræfum og þar austur af. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, yfir 40 m/s, einkum undir Mýrdalsjökli og í Öræfum. Samgöngutruflanir eru líklegar og ekkert ferðaveður meðan viðvörunin er í gildi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausamunum til að forðast foktjón.
Miðhálendið – Austan og norðaustan stormur eða rok (Appelsínugult ástand)
11 mar. kl. 16:00 – 12 mar. kl. 12:00 – Austan og síðar norðaustan stormur eða rok, 20-28 m/s en allt að 30 m/s í meðalvindhraða seint um kvöldið. Ekkert ferðaveður.
Umræða