Þegar flestir voru að hlaupa, labba eða skoða við Elliðavatn síðustu helgi í blíðunni, var allavega einn að veiða, þó svo veiðin byrji ekki fyrr en í apríl. Þá var allavega einn sem stóð við vatnið og kastaði flugunni. Þrátt fyrir að enginn veiði væri leyfð í vatninu á þesum tíma árs.
Reyndar var gráhegri að veiða líka, reyndar stangarlaus og með eitthvað í kjaftinum. Er enginn að fara eftir reglum lengur?
Og þegar unga konan labbaði með Elliðánum fyrir skömmu var annar veiðimaður að kasta flugunni á Hrauninu og hann lét sér fátt um finnast. þó það væri mars. Hann kastaði áfram flugunni, fiskurinn var tregur enda bara mars. Já veiðin er skrítin allt getur skeð í henni. Það er málið.
Mynd: María Gunnarsdóttir