2.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

,,Bensínverð 600 krónur fyrir sumarið“

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Spáir því að bensínverðið verði 600 krónur fyrir sumarið – Tekjur af norska olíuiðnaðinum geta orðið sexfalt hærri en áætlað var

Margir hafa orðið fyrir áföllum við eldsneytisdælurnar undanfarna daga. Sérfræðingar spá því að eldsneytisverð gæti tvöfaldast. Aldrei áður hefur kostað meira að fylla tankinn af dísel eða bensíni í Noregi. ,,Við höfum aðeins séð upphaf mikilla hækkana,“ segja sérfræðingar í olíuríkinu Noregi. ,,Í versta falli getum við séð hækkun upp á um 40 norskar krónur fyrir sumarið eða um 600 íslenskar krónur, segir yfirsérfræðingur hjá Rystad Energi í Noregi, Per Magnus Nysveen.

Sama spá frá svæðisstjóra Félags norskra vörubílaeigenda

,,Mér kemur ekki á óvart að verðið verði á bilinu 30 til 40 krónur,“ segir Reidar Retterholt. Øystein Foros, prófessor í viðskiptafræðum hefur spáð að verðlagið verði yfir 30 norskum krónum á lítra.

Pólitískt óþægilegt fyrir ríkisstjórnina
Á sama tíma í fyrra, sagði þingformaður Miðflokksins í Noregi, Marit Arnstad, að ekki kæmi til greina að sitja í ríkisstjórn sem hækkar bensínverðið í 20 krónur. Tilkynning um að dæluverð verði upp á 40 krónur er því pólitískt óþægileg fyrir Miðflokkinn og í gær tilkynnti Tryggve Slagsvold Vedum (Sp), fjármálaráðherra að ríkisstjórnin muni skoða aðgerðir til að létta „venjulegu fólki“ útgjöld vegna eldsneytis. ,,Verðið er of hátt. Við höfum fengið hækkanir sem við héldum að aldrei kæmu til,“ segir hann.

Ole André Myhrvold, samgöngumálafulltrúi Sp, fagnar því. ,,Þetta bitnar á fólki og atvinnulífi um allt land, sérstaklega á fólki sem er algerlega háð því að komast sinna ferða á bílnum. Ég hef líka áhyggjur af geðheilsu fólks. Fólk sem hefur verið einangrað í langan tíma vegna heimsfaraldursins á nú á hættu að einangrast enn frekar.“

Sniðganga rússneska olíu
Verð á hráolíu er einnig afgerandi hátt. Eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu og eftir að Bandaríkin ákváðu að sniðganga rússneska olíu, hefur olíuverð hækkað upp úr öllu valdi. Þetta kemur norska ríkissjóðnum aftur til góða. Nýir útreikningar sýna að tekjur af norska olíuiðnaðinum gætu orðið sexfalt hærri en áætlað var.

Frp leggur til að Alþingi felli niður CO2 gjald og vegagjald af bensíni og dísilolíu. ,,Samfélagið stöðvast ef ekki koma til öflugar aðgerðir frá stjórnvöldum,“ segir Terje Halleland, sem er talsmaður orkumála í Frp. Það sérstaka við stöðuna er að ríkið hefur líka gífurlegar tekjur af þessari sömu kreppu. Slík staða þarfnast óvenjulegra aðgerða sem skapa betri stöðu fyrir fólk og fyrirtæki í kreppunni.“

Ove Trellevik sem er talsmaður orkustefnu íhaldsins segir: ,,Fyrir okkur er mikilvægt að tryggja kaupmátt borgaranna og samkeppnishæfni atvinnulífsins með tímanum. Við væntum þess að stjórnvöld fylgist líka með þróun mála og komi með aðgerðir ef aðstæður gefa tilefni til þess, segir hann.

Umhverfissinnar eru ósáttir við niðurskurð á eldsneytisgjöldum:

,,Þrátt fyrir hátt eldsneytisverð er mikilvægt að stjórnvöld lækki ekki koltvísýringsgjaldið. Það er öflug loftslagsráðstöfun og stríðið í Úkraínu sýnir hversu berskjölduð við erum þegar við erum háð jarðefnaauðlindum. Við verðum að komast út úr þessu ósjálfstæði,“ segir Sigrun Gjerløw Aasland sem er meðlimur í umhverfisstofnun Zero.