-2.2 C
Reykjavik
Sunnudagur - 26. mars 2023
Auglýsing

Nýtt bankahrun? – Bankar í frjálsu falli á mörkuðum

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Greint var frá því að hrun hefði orðið á virði hlutabréfa í bankastarfsemi á alþjóðamörkuðum og mest hjá einum af stærstu bönkum Bandaríkjanna, Silicon Valley bankanum. Lokað var fyrir viðskipti með hlutabréf og vitnað í að álíka ástand hafi ekki komið upp síðan í síðasta bankahruni.

Fjallað var um málið á vef CNBC undir fyrirsögninni ,,Silicon Valley banka var lokað af eftirlitsaðilum í stærsta bankakreppu síðan í alþjóðlegu fjármálakreppunni“ Virði hlutabréfa í stærstu bönkum heims hafa lækkaði verulega í verði eftir tilkynninguna í Bandaríkjunum. Greint var frá lausafjárskorti og sala á hlutabréfum bankans var stöðvuð við opnun markaða. Mikill titringur myndaðist á fjármálamörkuðum þegar SVB bankinn greindi frá lausafjárvanda og verð á hlutabréfum í bankastarfsemi hríðlækkaði í Evrópu og víða um heim.

Þá segir í sömu frétt að fjármálaeftirlitið FDIC segði í tilkynningu sinni ,,að tryggðir innstæðueigendur muni hafa aðgang að innlánum sínum eigi síðar en á mánudagsmorgun. Útibú SVB munu einnig opna aftur á þeim tíma, undir stjórn eftirlitsins. Staðlaðar tryggingar FDIC ná yfir allt að 250.000 dollara á hvern innstæðueiganda, í banka, fyrir hvern reikning.

Þá segir jafnframt ,, Fjármálaeftirlitið hefur lokað Silicon Valley banka og náð yfirráðum yfir innlánum, samkvæmt tilkynningu í gær og að um sé að ræða mesta bankahrun Bandaríkjanna frá alþjóðlegu fjármálakreppunni, fyrir rúmum áratug.

,,Hrun SVB, sem er lykilbanki í tækni- og áhættufjármögnun, gerir fyrirtæki og auðuga einstaklinga óvissa um hvað verður um peningana þeirra.

Í lok desember átti SVB u.þ.b. 209 milljarða dollara í heildareignir og 175,4 milljarða dollara bundna í heildarinnlánum, að því er segir í fréttatilkynningunni. Fjármálaeftirlitið sagði að óljóst væri hvaða hluti þessara innlána væru yfir tryggingarmörkum. Síðasta bankahrun Bandaríkjanna af þessari stærðargráðu var hjá Washington Mutual árið 2008, sem átti 307 milljarða dollara í eignum.

Silicon Valley Bank collapses after failing to raise capital
Silicon Valley Bank is shut down by regulators in biggest bank failure since global financial crisis (cnbc.com)