2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Ók á 165 km. hraða – 230.000 kr. sekt og sviptur ökuréttindum

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Lögreglan á Suðurnesjum var við hraðaeftirlit á Reykjanesbrautinni eins og oft áður enda gott veður og bjart úti og ökumenn að gleyma sér hvað varðar hámarkshraða.

Nokkrir voru stoppaðir fyrir of hraðan akstur og sá sem hraðast ók mældist á 165 km. hraða sem þýðir sekt upp á 230.000 og svipting ökuréttinda í 2 mánuði.
,,Við bendum á að við erum reglulega á brautinni (þó ekki eins mikið og menn vilja) og viljum við biðja ykkur um að virða hraðatakmörk og svo er það ansi súrt að fá sekt upp á þessa upphæð.“ Segir lögreglan.