Fyrsta vitnið sem fram kom í réttarsalnum, vegna ásakana á hendur Bill Cosby, lýsti grínistanum sem “raðnauðgara“
Á öðrum degi réttarhaldanna, sagði Heidi Thomas, tónlistarkennari í Colorado, í vitnastúku, að hún væri nú lögfræðingur og að hún hafi komið fram með ásakanir sínar í byrjun 2015 til að styðja aðra konur sem hafa sakað Cosby um kynferðisbrot. En ekki til þess að fá athygli eins og lögfræðingar hans segi að hafi verið ástæðan.
Thomas hefur sagt eiðsvarin í vitnastúku, að Cosby hafi byrlað henni ólyfjan og sett út í vínglas hennar og svo neytt hana til að hafa við sig munnmök, árið 1984 í Reno í Nevada. Lögmenn Bill Cosby, reyndu að gera Thomas ótrúverðuga sem vitni og hún brást við því með því að segja við þá ,,Mig langar að sjá raðnauðgarann dæmdan.“
Thomas er einn af fimm konum sem segja að grínisti hafi byrlað þeim eitur og ráðist á þær löngu áður en hann hitti Constand, fyrrverandi forráðamann í Temple University, sem segir einnig að Cosby hafi brotið á sér árið 2004.
Saksóknarar eru að undirbúa skýrslutökur af fleiri konum sem ásaka Cosby, sem einu sinni var hetja í sjónvarpsþáttum. ,,Eins og pabbi Ameríku“, og var Hollywood stjarna sem nú stendur frammi fyrir því að vera ásakaður um ítrekuð kynferðisbrot í heimabæ sínum í Philadelphiu.
Thomas var 24 ára gömul og aðdáandi leikarans og var sjálf að leggja fyrir sig leiklist. Umboðsmaður hennar fékk Cosby til þess að gefa henni góð ráð í leiklistinni og þegar að hún mætti á fund Cosby, bauð hann henni vín. Hún sagðist hafa orðið mjög ringluð af víniunu og m.a. hugsað furðu lostin: „Hvernig kom ég hingað?“
Lögfræðingur Cosby, Jaya Gupta sagði dómaranum að Chelan Lasha hafi gerst sek um að gefa rangar skýrslur til lögreglu í Arizona og að það þurfi að líta til þess þegar að meta eigi sannleiksgildi framburðar hennar.
Fyrrverandi módel og aðdáendi leikarans sagði að hún væri ófær um að tala um það sem Cosby gerði við hana eftir að hafa byrlað henni pillu sem hann lýsti sem meinlausri.
Cosby, sem er nú 80 ára, er ákærður fyrir þrjú kynferðisbrot sem hvert og eitt getur þýtt allt að 10 ára fangelsi, eða 30 ára fangelsi til samans.
,,Ég var viss um að það sem að gerðist væri mér að kenna,“ sagði Thomas og bætti við: ,,Ég ætlaði bara að halda lífinu áfram og ég gerði það.“
Í vitnastúkunni sagði Thomas jafnframt að hún hefði skrifaði um ferð sína til Reno í dagbók og skráði hana einnig á upptökutæki heima hjá sér og talaði þar um fundinn með Cosby.
Hún sagði að hún hefði viljað segja frá ferðinni til þess að leyfa móður sinni og umboðsmanni að heyra frásögnina en eyðilagt upptökuna eftir að hafa talað við geðlækni.