• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Sunnudagur, 24. september 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Ómöguleiki að hækka laun ljósmæðra – Myndi setja fordæmi í kjaraviðræðum

ritstjorn by ritstjorn
11. apríl 2018
in Óflokkað
0
Share on FacebookShare on Twitter

,,Ég get bara sagt það alveg eins og er þannig að það dyljist engum að þær kröfur sem settar hafa verið fram núna eru fyrir samninganefnd ríkisins algerlega óaðgengilegar, vegna þess að þær myndu setja fordæmi sem settu allar aðrar kjaraviðræður sem eru á viðkvæmu stigi í þessu landi á þessu ári og því næsta, í algert uppnám.“ Segir  Bjarni Benediktsson


Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata spurði frétta af kjaradeilu ljósmæðra á Alþingi í dag. ,,Ég er ekki í einhverri keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. Ég geri mér fulla grein fyrir því að hæstv. ráðherra á börn. Ég á börn. Við eigum flest börn og skiljum alveg hversu mikilvægt starf ljósmæðra er.
Það sem ég spyr hæstv. fjármálaráðherra (Bjarna Benediktsson) um er: Hver ber ábyrgð á neikvæðum afleiðingum uppsagna ljósmæðra fyrir samfélagið og fyrir konur og börn sérstaklega? Ljósmæður eru að segja upp og ef við náum ekki þessum samningum, hver ber endanlega ábyrgð á þeim neikvæðu afleiðingum sem það hefur fyrir samfélagið að missa þessar konur úr vinnu og af spítalanum í aðra vinnu, af því að launin þeirra eru ekki nægilega góð? Hver ber ábyrgð? Það er eina svarið sem ég vil fá. Sagði Halldóra Mogensen

Bjarni Benediktsson svaraði fyrirspuninni. ,,Við skipum samninganefnd ríkisins sem hefur það ábyrgðarhlutverk að láta reyna á samninga. Það er tvíeggjað sverð. Annars vegar þarf að láta reyna til fulls á að niðurstaða fáist sem báðir aðilar eru sáttir við. Ef það tekst ekki þá getur það verið mikill ábyrgðarhlutur sömuleiðis að ganga engu að síður að kröfum sem setja aðra samninga í fullkomið uppnám.
Ég get bara sagt það alveg eins og er þannig að það dyljist engum að þær kröfur sem settar hafa verið fram núna eru fyrir samninganefnd ríkisins algerlega óaðgengilegar vegna þess að þær myndu setja fordæmi sem settu allar aðrar kjaraviðræður, sem eru á viðkvæmu stigi í þessu landi á þessu ári og því næsta, í algert uppnám. Það er ástand sem við ætlum ekki að skapa í þessari lotu.                       Tengdar fréttir: >
https://gamli.frettatiminn.is/2018/14/03/thagnarmur-stjornmalamanna-um-kjararad-hefur-rofnad-styrmir-gunnarsson/
https://gamli.frettatiminn.is/2018/31/03/medan-samninganefnd-rikisins-sefur-sefur-verdinum/

  • Snjóaði hressilega sunnan- og suðvestanlands

    Tugmilljóna króna okurlán á Íslandi

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Verð í Fríhöfninni – Allt að 43% dýrari á leiðinni heim

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Bubbi er ósáttur

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Ef þetta er rétt vantar um 20 milljarða í íslenskt hagkerfi á hverju ári“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Hamingjan er lífstíll sem fólk velur sér

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?