Norðaustanátt í dag, 8-15 m/s. Lítilsháttar úrkoma á Suður- og Suðvesturlandi framan af degi, en dálítil él norðaustanlands í kvöld. Snýst í sunnanátt á morgun, allt að 18 m/s á norðanverðu Snæfellsnesi. Áfram lítilsháttar úrkoma sunnantil, en bjartara veður norðan heiða.
Veðuryfirlit
Skammt SA af Íslandi er 1004 mb smálægð, sem hreyfist A og dýpkar, en 600 km ASA af Hvarfi er 995 mb lægð sem hreyfist A og grynnist. Við Nýfundnaland er vaxandi 978 mb lægð á hreyfingu N.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustan 3-10 og léttir til síðdegis. Hiti 5 til 10 stig á morgun. Austlægari átt á morgun og lítilsháttar úrkoma. Snýst í sunnan 5-10 og rigningu með köflum annað kvöld.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 8-15, hvassast NV-til. Dálítil él á Norður- og Austurlandi seinnipartinn, en léttir til syðra. Snýst í sunnan 8-13 á morgun, en 13-18 á norðanverðu Snæfellsnesi. Lítilsháttar rigning eða súld á Suður- og Vesturlandi, en bjartara veður norðan heiða. Hiti 0 til 7 stig, en Frost 0 til 5 stig norðaustantil. Spáin var gerð: 11.04.2020 05:17. Gildir til: 12.04.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag (annar í páskum):
Suðvestan 13-20 m/s, hvassast NV til og rigning fram eftir degi á S- og V-verðu landinum, en annars úrkomulítið. Hiti víða 5 til 10 stig.
Á þriðjudag:
Suðvestan 10-18 m/s, hvassast NV til og skýjað að mestu, en bjartviðri A-lands. Fer að rigna SV-lands undir kvöld. Hiti 3 til 8 stig.
Á miðvikudag:
Áfram vestan- og suðvestanáttir og skúrir eða slydduél, en úrkomulítið austast. Hiti 1 til 6 stig að deginum.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir vaxandi suðvestanátt með rigningu og hlýnandi veðri, en hægara og bjartviðri NA-lands.
Á föstudag:
Útlit fyrir áframhaldandi suðvestanátt með votviðri og hlýindum, einkum S-lands.
Spá gerð: 11.04.2020 08:04. Gildir til: 18.04.2020 12:00.