Við þurfum að vera sjálfum okkur nóg um sem flesta hluti
Meirihluti mannkyns býr nú við ferðatakmarkanir af einhverju tagi og atvinnulíf er sem lamað víða. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum vikum að slík yrði raunin í lýðræðisþjóðfélögum nútímans?
Ráðamenn um allan heim takast á við útbreiðslu faraldursins með aðstoð heilbrigðisyfirvalda og reyna jafnframt samtímis að bregðast við og lágmarka efnahagslegt tjón sem af honum leiðir. Sviðmyndir taka sífelldum breytingum og þær sem teiknaðar voru upp í gær eru úreltar í dag. Allra leiða er leitað til að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot fyrirtækja og að fólk haldi atvinnu sinni. Í þessu skyni hefur Alþingi samþykkt samhljóða aðgerðir til að draga úr efnahagslegum áhrifum faraldursins.
Miðflokkurinn hefur bent á að hann styðji allar aðgerðir sem ganga í þá átt að halda uppi atvinnu og aðstoða fyrirtækin við að komast gegnum brimrótið. Við höfum einnig bent á að ganga þurfi lengra og að ekki megi bíða með aðgerðir sem skipta atvinnulífið mestu máli. Frestun á gjalddögum getur verið skammgóður vermir. Fyrirtæki, sem nú horfa upp á brotthvarf viðskiptavina sinna, eru ekki betur í stakk búin til að greiða opinber gjöld eftir þrjá eða sex mánuði. Lækka þarf verulega eða fella tímabundið niður tiltekin gjöld, t.d. tryggingargjald. Sveitarfélögin þurfa að lækka fasteignagjöld enda hafa þau hækkað verulega á undanförnum árum.
Með það að markmiði að skapa atvinnu og spara gjaldeyri er nú tækifæri og tími til að efla innlenda landbúnaðar- og grænmetisframleiðslu. Efla þarf ýmsa innlenda starfsemi eins og nýsköpun og rannsóknir. Við þurfum að vera sjálfum okkur nóg um sem flesta hluti. Skapa má störf með einföldum aðgerðum í þessa veru, t.d. með lækkun á raforkuverði til gróðurbænda, innspýtingu í skógrækt og átaki í kornrækt.
Miðflokkurinn hefur bent á að í því skyni að verja heimilin þurfi að frysta verðtrygginguna. Undirtektir af hálfu ríkisstjórnarinnar hafa reynst dræmar. Krónan hefur fallið í verðgildi og fylgir því óhjákvæmilega hækkun vöruverðs innanlands, sem aftur leiðir af sér hækkun vísitölu. Stöðva þarf þessa keðjuverkun strax til að koma í veg fyrir hækkun verðtryggðra skulda heimilanna svo sagan frá hruninu endurtaki sig ekki. Síðar kemur í kjölfarið langþráð tækifæri til að aflétta þessari 40 ára gömlu áþján af heimilum landsmanna.
Miðflokkurinn hefur umfram allt talað fyrir almennum aðgerðum, þeim sem gagnast sem flestum. Aðgerðir þurfa að vera víðtækar og koma fljótt. Mikið liggur við og því þurfa meðölin að vera öflug.
Miðflokkurinn hefur bent á að hann styðji allar aðgerðir sem ganga í þá átt að halda uppi atvinnu og aðstoða fyrirtækin við að komast gegnum brimrótið. Við höfum einnig bent á að ganga þurfi lengra og að ekki megi bíða með aðgerðir sem skipta atvinnulífið mestu máli. Frestun á gjalddögum getur verið skammgóður vermir. Fyrirtæki, sem nú horfa upp á brotthvarf viðskiptavina sinna, eru ekki betur í stakk búin til að greiða opinber gjöld eftir þrjá eða sex mánuði. Lækka þarf verulega eða fella tímabundið niður tiltekin gjöld, t.d. tryggingargjald. Sveitarfélögin þurfa að lækka fasteignagjöld enda hafa þau hækkað verulega á undanförnum árum.
Með það að markmiði að skapa atvinnu og spara gjaldeyri er nú tækifæri og tími til að efla innlenda landbúnaðar- og grænmetisframleiðslu. Efla þarf ýmsa innlenda starfsemi eins og nýsköpun og rannsóknir. Við þurfum að vera sjálfum okkur nóg um sem flesta hluti. Skapa má störf með einföldum aðgerðum í þessa veru, t.d. með lækkun á raforkuverði til gróðurbænda, innspýtingu í skógrækt og átaki í kornrækt.
Miðflokkurinn hefur bent á að í því skyni að verja heimilin þurfi að frysta verðtrygginguna. Undirtektir af hálfu ríkisstjórnarinnar hafa reynst dræmar. Krónan hefur fallið í verðgildi og fylgir því óhjákvæmilega hækkun vöruverðs innanlands, sem aftur leiðir af sér hækkun vísitölu. Stöðva þarf þessa keðjuverkun strax til að koma í veg fyrir hækkun verðtryggðra skulda heimilanna svo sagan frá hruninu endurtaki sig ekki. Síðar kemur í kjölfarið langþráð tækifæri til að aflétta þessari 40 ára gömlu áþján af heimilum landsmanna.
Miðflokkurinn hefur umfram allt talað fyrir almennum aðgerðum, þeim sem gagnast sem flestum. Aðgerðir þurfa að vera víðtækar og koma fljótt. Mikið liggur við og því þurfa meðölin að vera öflug.
Höfundur: Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi
Umræða