Forsætisnefnd Alþingis hefur borist kæra gagnvart Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra, fyrir brot á siðareglum Alþingis. Þetta staðfestir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og forsætisnefndar, við fréttastofu ríkisútvarpsins í dag.
Ekki er vitað ennþá, hver lagði inn kæruna en hún er vegna ummæla Sigurðar Inga um Vigdísi Häsler, framkvæmadstjóra Bændasamtakanna, í gleðskap tengdum Búnaðarþingi á dögunum. Nákvæmlega hver ummælin voru er ekki ljóst, en samkvæmt heimildum voru þau meðal annars að húðlit hennar. Sigurður Ingi og Vigdís hafa náð sáttum, eftir að ráðherrann baðst afsökunar á ummælunum.
https://gamli.frettatiminn.is/10/04/2022/sigurdur-ingi-skuldar-innflytjendum-afsokunarbeidni/
Umræða