Bíll fór í höfnina við Nausthamarsbryggju í Vestmannaeyjum á níunda tímanum í kvöld. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn staðfestir þetta í samtali við fréttastofu rúv.is en mbl.is greindi fyrst frá.
Þegar fréttastofa rúv.is náði tali af Jóhannesi var búið að ná ökumanninum, sem var einn í bílnum, úr sjónum. Maðurinn var meðvitundarlaus en endurlífgunartilraun stendur yfir.
Umræða