Kl. 20:18 í kvöld barst lögreglunni í Vestmannaeyjum tilkynning frá skipverjum á bát sem var á leið inn til hafnar að bifreið hafi farið í höfnina á Nausthamarsbryggju.
Allt viðbragðslið var ræst út og kafari sendur niður. Greiðlega gekk að ná ökumanninum upp, sem var einn í bílnum. Lífgunartilraunir hófust þegar í stað en báru ekki árangur og var ökumaðurinn úrskurðaður látinn. Lögreglan vill þakka öllum viðbragðsaðilum og vottar aðstandendum samúð. Rannsókn stendur yfir af tildrögum slyssins.
Bíll í höfnina í Vestmannaeyjum