Ellý Ármanns, flugfreyja, spákona og völva segist hafa spáð því þann 9. janúar síðastliðinn að kona færi á Bessastaði. Hún er enn sannfærð en hún var í viðtali hjá K100 og þar segir:
„Á ég ekki bara að tala um hlutina eins og ég sé þá?“ segir Ellý í síðdegisþættinum Skemmtilegu leiðinni heim. „Hún sat í stól og þetta er konan sem við munum kjósa. Það verður allt í lagi, karlmennirnir verða ekki á Bessastöðum, ég er viss um það.“
Hún segir það hafið yfir allan vafa að Katrín Jakobsdóttir verði næsti forseti Íslands en Ellý mætti í þáttinn með Tarot-spil. „Hún verður hún sjálf, heil, hjartahlý.
Hún er límið og þó hún líti sakleysislega út þá er hún stríðsmaður og friðarsinni. Þetta er allt ákveðið, allt skrifað í skýin og þið getið hringt í mig eftir að við sjáum úrslitin.“ Segir Ellý í viðtali við K100
Umræða