-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

Fleiri útlendingar en Íslendingar létust í umferðarslysum á Íslandi 2017

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Fleiri útlendingar en Íslendingar létust í umferðarslysum á Íslandi 2017

Sextán einstaklingar létust í umferðinni árið 2017. Af þeim látnu voru sjö Íslendingar, fimm erlendir ferðamenn og fjórir erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi.  Er þetta í fyrsta skipti frá upphafi sem fleiri erlendir ríkisborgarar en Íslendingar látast í umferðarslysum á Íslandi á einu ári. Þetta kemur fram í skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi árið 2017.
Sjö kvenmenn létust og níu karlmenn. Af þeim 16 sem létust voru tvö börn undir 15 ára aldri og tvennt yfir áttrætt. Af þeim sem slösuðust voru 47% ökumenn bifreiða. Farþegar bifreiða voru 30% og fótgangandi 8%. Hjólreiðamenn voru um 10% og 4% voru á bifhjóli.
Ein kona og einn karlmaður létust vegna ölvunar og létust tveir karlmenn vegna hraðakstur, þar af annar einnig vegna ölvunar og notkunar fíkniefna. Var það eina banaslysið þar sem fíkniefni komu við sögu. Fimm af þrettán banaslysum áttu sér stað í þéttbýli og í þeim létust sjö af sextán.
Er þetta hlutfall óvenjuhátt (44% látinna létust í þéttbýli) en síðustu tíu ár á undan létust um 25% í þéttbýli og 75% í dreifbýli. Tólf létust í bifreið, einn á bifhjóli, einn á torfæruhjóli og tveir á reiðhjóli. Af þeim tólf sem létust í bifreið voru þrír með spennt belti, sex ekki með spennt belti og ekki er vitað um beltanotkun hinna þriggja. Hvorugur hjólreiðamannanna var með hjálm.
Þá kemur ennfremur fram í skýrslunni að árið 2017 slösuðust og létust 1387 manns. Þar af voru 205 sem slösuðust alvarlega eða létust en þeir voru 233 árið áður. Af þeim voru 189 alvarlega slasaðir sem er minna en árið áður en heldur meira en síðustu ár þar á undan.  Fjöldi látinna lækkar úr 18 í 16. 1182 slösuðust lítillega en árið áður voru þeir 1196. Flest slys og óhöpp í umferðinni verða á virkum dögum á milli 16 og 17 síðdegis.