Lífeyrissjóðir eru meðal stærstu hluthafa félagsins og meðal tuttugu stærstu hluthafa félagsins eiga lífeyrissjóðir samanlagt um 67% hlut. Stærsti einkafjárfestirinn er Samherji með 4,3% hlut.
Rekstrarhagnaður fyrri afskriftir (EBITDA) nam 8,8 milljörðum en var 8,9 milljarðar króna fyrir ári. Afkoman er umfram væntingar stjórnenda en afkomuspá ársins sem bjuggust við 8,1 til 8,6 milljarða króna EBITDA rekstrarhagnaði. Afkomuspá þessa rekstrarárs gerir ráð fyrir 8,6 til 9,1 milljarðar EBITDA rekstrarhagnaði.
Ársuppgjör Haga hf. 2020/21 – Helstu lykiltölur
- Vörusala 4F nam 30.630 millj. kr. (2019/20: 28.613 millj. kr.). Vörusala ársins nam 119.582 millj. kr. (2019/20: 116.357 millj. kr.).
- Framlegðarhlutfall 4F var 22,9% (2019/20: 22,5%). Framlegðarhlutfall ársins var 22,2% (2019/20: 22,2%).
- Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) 4F nam 2.542 millj. kr. (2019/20: 2.154 millj. kr.). Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á árinu nam 8.805 millj. kr. (2019/20: 8.890 millj. kr.).
- Hagnaður 4F nam 846 millj. kr. eða 2,8% af veltu (2019/20: 705 millj. kr. og 2,5% af veltu). Hagnaður ársins nam 2.519 millj. kr. eða 2,1% af veltu (2019/20: 3.054 millj. kr. og 2,6% af veltu).
- Hagnaður á hlut 4F var 0,73 kr. (2019/20: 0,59 kr.). Hagnaður á hlut á árinu var 2,15 kr. (2019/20: 2,54 kr.).
- Eigið fé nam 25.187 millj. kr. í lok ársins og eiginfjárhlutfall 40,9% (2019/20: 24.587 millj. kr. og 39,2%).
- Afkomuspá stjórnenda fyrir rekstrarárið 2020/21 gerði ráð fyrir að EBITDA yrði 8.100-8.600 millj. kr.
Helstu fréttir af starfseminni
- Góður ársfjórðungur að baki með aukinni veltu og bættri framlegð, þrátt fyrir samkomutakmarkanir í desember, stærsta mánuði ársins.
- Árið einkenndist af áhrifum COVID-19 og aðgerðum til að takmarka afleiðingar faraldursins.
- Hagræðing í starfsemi Olís skilar rekstrarlegum ávinningi á fjórðungnum.
- Starfsfólk samstæðunnar á sérstakar þakkir skildar fyrir ósérhlífni og dugnað við mjög krefjandi aðstæður.
- Seldum stykkjum í matvöruverslunum fjölgaði á árinu en heimsóknum viðskiptavina fækkaði. Meðalkarfa hvers viðskiptavinar stækkaði um ríflega 20%.
- Hagar kolefnisjafna alla starfsemi ársins 2020, sem mótvægisaðgerð við þau umhverfisáhrif sem verða af rekstri samstæðunnar.
- Nýsköpunardagur Haga var haldinn í fyrsta sinn í lok apríl og hafa Hagar sett á fót styrktarsjóð sem ber nafnið Uppsprettan.
- Afkomuspá stjórnenda fyrir rekstrarárið 2021/22 gerir ráð fyrir að EBITDA verði 8.600-9.100 millj. kr.
Finnur Oddsson, forstjóri: „Rekstur Haga á síðasta fjórðungi rekstrarársins 2020/21 gekk vel. Tekjur námu 30,6 ma.kr. og jukust um 7% miðað við sama tímabil fyrir ári. EBITDA nam 2.542 m.kr. sem er vel umfram áætlanir og 18% yfir sama fjórðungi í fyrra. Við erum því ánægð með rekstur Haga á þessum síðasta ársfjórðungi ögrandi rekstrarárs. Árið hófst í mars 2020, á sama tíma og áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins gætti fyrst, þannig að faraldurinn hefur sett mark sitt á starfsemina alla 12 mánuði rekstrarársins. Í því ljósi, og sér í lagi vegna þess hve erfiður fyrsti fjórðungur reyndist okkur, erum við ánægð með niðurstöðu ársins. Heildartekjur jukust um 3% og námu tæpum 120 ma.kr. og EBITDA var 8.805 m.kr., nánast óbreytt á milli ára. Þessi góði árangur endurspeglar styrk félagsins, vörumerkja þess og okkar frábæra starfsfólks, til að takast á við snúnar aðstæður, en halda áfram að veita viðskiptavinum góða þjónustu og skila ágætri rekstrarniðurstöðu.
Áhrif COVID-19 á tekjur á rekstrarárinu voru ólík eftir rekstrareiningum. Umsvif jukust mikið í verslun með dagvöru þar sem bæði Bónus og Hagkaup áttu sín stærstu rekstrarár frá upphafi. Sama má segja um sérvöruverslanir Haga, sérstaklega ZARA og Útilíf. Þessi aukning er að hluta til komin vegna þess að fleiri landsmenn eru á Íslandi en á venjulega ári. Á móti kemur að tekjur Olís drógust töluvert saman, enda umferð á COVID ári mun minni en var, bæði hjá landsmönnum og vegna færri erlendra ferðamanna. Við sjáum svo aukinn kostnað þvert á alla okkar starfsemi vegna nauðsynlegra aðgerða til að treysta sóttvarnir og tryggja öryggi viðskiptavina og starfsfólks. Þessi tilfallandi kostnaður reyndist vera á bilinu 300-350 m.kr. fyrir árið í heild. Framlegð Haga styrktist á fjórða ársfjórðungi og stendur í 22,2% fyrir árið, óbreytt frá í fyrra. Eins og fyrr segir reyndist afkoma sambærileg fyrra ári, en greint niður á starfsþætti batnar afkoma í verslunar- og vöruhúsarekstri en dregst saman hjá Olís.
Frá upphafi COVID-19 hefur verið ljóst að neikvæðra áhrifa faraldursins gætti sérstaklega í starfsemi Olís, vegna verulegs samdráttar í sölu á eldsneyti. Til að bregðast við þeirri þróun var gripið til margvíslegra aðgerða á haustmánuðum, sem nú þegar hafa leitt af sér töluvert hagræði í rekstri félagsins. Þar má nefna breytingar á þjónustustöðvum, bæði þjónustuframboði og opnunartíma, aukna áherslu á sjálfsafgreiðslu, fyrstu skref í endurskipulagningu á útibúaneti á landsbyggð, hagræðingu á skrifstofu og lokun tiltekinna eininga sem ekki hafa staðið undir sér og töldust ekki mikilvægur hluti þjónustuframboðs Olís. Við þessar breytingar hefur stöðugildum hjá Olís fækkað úr 412 í 340 á milli ára, eða um 17,5%. Það er ánægjulegt að við sjáum nú þegar afrakstur þessara aðgerða í rekstrarniðurstöðu fjórða ársfjórðungs, en hann mun koma skýrar fram á næstu misserum. Þó að tilefni þessara aðgerða hjá Olís sé fyrst og fremst að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins, þá er ljóst að þær munu jafnframt búa félagið betur undir þá þróun sem fram undan er til lengri tíma, í minni notkun á jarðefnaeldsneyti og auknu vægi rafmagns og annarra umhverfisvænna orkugjafa í samgöngum og iðnaði.
Horfur í rekstri Haga eru góðar, svipaðar eða heldur betri en verið hefur. Við teljum að áhrifa COVID-19 á rekstur muni gæta fram á haust en gerum þó ráð fyrir sterku ferðasumri á vegum landsins. Vinna við innleiðingu nýrra stefnuáherslna hefur gengið vel og er samkvæmt áætlun, en þar er m.a. lagt upp með aukinn fókus á kjarnastarfsemi félagsins, að efla samtal og tengingu við viðskiptavini og vinna betur með sérstöðu vörumerkja dótturfélaga og þjónustuframboð í þágu viðskiptavina. Sölu á Útilíf og Reykjavíkur Apóteki er lokið, vinna við mörkun hjá Högum og dótturfélögum gengur vel, skilgreining á þjónustuframboði til næstu missera er langt komin og sýn á nauðsynlega fjárfestingu í tæknilausnum einnig. Við höfum jafnframt gengið frá ráðningum á lykilfólki sem mun styrkja teymið hjá Högum og um leið getu félagsins til að fylgja eftir nýjum verkefnum í samræmi við stefnumótun, sem hefur það að markmiði að framúrskarandi verslun muni efla hag neytenda til framtíðar.“
Stærsta rekstrarár í sögu Bónus
Vörusala á 4F nam tæplega 16 ma.kr. sem er töluvert umfram áætlanir og fyrra ár. Vörusala á rekstrarárinu í heild nam 61,5 ma.kr., einnig umfram áætlanir og fyrra ár. Framlegð styrktist á fjórðungnum en er enn undir markmiðum til lengri tíma. Veikt gengi krónu og hækkandi framleiðslu- og flutningskostnaður.
Aukin verðsamkeppni á markaði. Sem fyrr áhersla á hagkvæmni í rekstri og verði.Mikill kostnaður vegna COVID-19 við talningar og
sóttvarnir. Frábær árangur í umhverfismálum og endurvinnslu, með umhverfisvænum kælimiðlum, minni plastnotkun, minni matarsóun og aukinni flokkun.
Gott samstarf við íslenska framleiðendur. 90% af kjöti í Bónus er íslensk framleiðsla frá íslenskum kjötframleiðendum.