2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

Hrafninn og flottu bleikjurnar

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img
,,Ég átti dásamlegan veiðidag í gær við Hlíðarvatn í Selvogi, það var hvasst og kalt og ekkert sérstakt veiðiveður og Þetta var í fyrsta skipti sem ég prófa að veiða í Hlíðarvatni sem var alveg frábært, en við lentum í magnaðri upplifun sem ég hef nú ekki lent í áður,, sagði Stefán Sigurðsson og heldur áfram

,,Veiðin gekk bara fínt og vorum við hjónin búin að taka fjórar bleikjur frá sem við ætluðum að borða og við settum þær í lítinn poll í flæðamálinu, svona til að halda kælingu á fisknum. Við vorum að veiða með vinahjónum og var ákveðið að stoppa smástund og fá sér kaffi og nesti í laut ca. 100 metra frá pollinum þar sem við geymdum fiskinn.

Eftir um 15 mínútur sjáum við Hrafn vera að fljúga upp í fjall með bleikju í kjaftinum og við horfum og undrumst yfir þessu um tíma, þar til að við föttum að þetta séu sennilega bleikjurnar okkar. Þá voru hröð viðbrög og við hlupum að þeim stað þar sem við geymdum fiskinn okkar en þá var búið að ræna tveimur bleikjum,

Hrafnin er alveg magnaður fugl og er gáfaðastur íslenskra fugla, enginn annar fugl á jafn auðvellt með að fóðra sig allt árið í kring eins og hrafninn enda er hann sniðugari en aðrir íslenskir fuglar. Ég er nokkuð viss um að þetta séu ekki fyrstu bleikjurnar sem þeir ræna frá veiðimönnum og ekki þær síðustu. Eins og Hrafninn er magnaður að bjarga sér, þá sé ég ekki tommu eftir kvöldmatnum í Hrafninn, þó að ég hafi endað með að borða aðeins bleikju forétt og skyr,, sagði Stefán að lokum.