Hugleiðingar veðurfræðings
Það er mildur og rakur loftmassi yfir landinu og nú í morgunsárið er vindur með hægasta móti og þoka lætur á sér kræla í flestum landshlutum.
Það sem stýrir veðrinu í dag er lægð við Hvarf, sem sendir skil yfir landið. Það verður því vaxandi sunnnanátt, 8-15 m/s seinnipartinn og fer að rigna sunnan- og vestanlands. Hiti þar 8 til 12 stig.
Sunnanáttin verður hægari um landið norðaustanvert, þar léttir til og má búast við allt að 16-17 stiga hita í sólskininu þegar best lætur. Á morgun verður áttin áfram suðlæg, en vindhraði skaplegur víðast hvar, nema á austanverðu landnu, þar má búast við strekkingi. Væta með köflum nokkuð víða og útlit fyrir drjúga rigningu á Suðausturlandi framan af degi. Hitatölurnar svipaðar eða aðeins lægri en í dag. Spá gerð: 11.05.2023 06:26. Gildir til: 12.05.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Vaxandi sunnnanátt í dag, 8-15 m/s seinnipartinn og fer að rigna sunnan- og vestanlands, hiti 8 til 12 stig. Hægari vindur og bjartviðri um landið norðaustanvert með hita að 16 stigum.
Suðlæg átt 3-10 og skúrir á morgun, en hvassari austantil á landinu fram eftir degi og rigning með köflum, einkum suðaustanlands.
Spá gerð: 11.05.2023 09:33. Gildir til: 13.05.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Gengur í austan og norðaustan 8-13 með rigningu, fyrst um landið sunnanvert. Hiti 6 til 12 stig.
Á sunnudag:
Norðvestan og vestan 8-15. Rigning eða slydda, en styttir upp á Suður- og Vesturlandi seinnipartinn. Kólnandi veður.
Á mánudag:
Norðlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda, en úrkomulítið norðanlands. Hiti 1 til 6 stig að deginum, en vægt frost norðan heiða.
Á þriðjudag:
Sunnanátt og bjart veður, en skýjað vestantil og rigning þar um kvöldið. Hlýnandi veður.
Á miðvikudag:
Sunnanátt með súld eða rigningu, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast um landið norðaustanvert.
Spá gerð: 11.05.2023 08:05. Gildir til: 18.05.2023 12:00.