Í dag er verið að vinna að því að leggja niður Kjararáð sem hefur verið umdeilt undanfarin misseri vegna gífulegra hækkana á launum þeirra sem að heyra undir ráðið. Gissur Pétursson hefur tjáð sig opinberlega um óánægju félags forstjóra hjá ríkinu að fá ekki afgreiðslu hjá Kjararáði, áður en að fyrirhuguð lokun þess verður framkvæmd.
Kjararáð hefur neitað að afhenda Fréttablaðinu afrit af fundargerðum frá því að um var um þau beðið, þann 28. nóvember á síðasta ári. Beðið var um afrit af fundargerðum ráðsins frá upphafi árs 2008 til dagsins í dag.
Tæpum þremur vikum síðar var beiðnin ítrekuð og að auki beðið um afrit af bréfum frá þeim sem undir ráðið heyrðu til þess á sama tímabili. 20. desember barst svar frá skrifstofustjóra ráðsins þess efnis að ekki hefði gefist tími til að taka afstöðu til erindisins vegna fyrirhugaðra og yfirstandandi flutninga. Það myndi hins vegar verða „gert á nýju ári“. Segir á vef Fréttablaðsins í dag.
Jónas Þór Guðmundson, lögmaður, er formaður kjararáðs og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Landsvirkjunar.
Á nýju ári bað blaðamaður Fréttablaðsins svo um að það yrði afmarkað nánar hvenær árs 2018 væri von á svari og ítrekun þess efnis send 24. janúar. Kjararáð svaraði þann 12. febrúar og hafnaði beiðninni, þar sem hún var sögð of víðtæk. Í milltíðinni hafði Fréttablaðið leitað milligöngu ÚNU vegna málsins.
Ítrekaðar beiðnir voru sendar án árangurs.
Þann 14. mars barst svo Fréttablaðinu svar Kjararáðs þar sem synjað var um afrit af fundargerðunum. Í svari ráðsins kom fram ,,að gögnin sem beðið var um hefðu orðið til í tíð eldri laga um ráðið en ný lög um kjararáð tóku gildi í júlí 2017. Því yrði farið með gagnabeiðnina samkvæmt þeim. Í nýjum lögum um kjararáð er kveðið á um að upplýsinga- og stjórnsýslulög gildi um það en svo er ekki í þeim eldri. Að ráðið væri sjálfstætt í störfum sínum, skipan þess reifuð og bent á að úrskurðum þess yrði ekki skotið til annarra en stjórnvalda. Að lokum var komist að þeirri niðurstöðu að „kjararáð [heyrði] ekki undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þeirri þrígreiningu ríkisvaldsins sem kveðið er á um í 2. gr. stjórnarskrárinnar.“ Því gildi upplýsinga- og stjórnsýslulög ekki um störf þess. Ráðið hefði þó „leitast við í störfum sínum að horfa til ákvæða nefndra laga“.
Fréttablaðið kærði niðurstöðu þessa til ÚNU. ÚNU veitti ráðinu frest til 5. apríl til að skila frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni en fékk síðar frest til 11. maí til að svara. Síðar óskaði ráðið eftir fresti til 28. maí en sá frestur fékkst ekki. Í fyrradag bárust þau skilaboð að ráðið hygðist skila umsögn sinni þann 4. júní. Það gekk ekki eftir og er umsögn boðuð í dag, 11. júní.
https://gamli.frettatiminn.is/2018/06/03/kjararad-lagt-nidur/