Á fjórða tímanum í dag barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að maður hefði tekið bát ófrjálsri hendi í Kópavogshöfn og siglt honum út úr höfninni í átt að Álftanesi.
Þegar var haft samband við björgunarsveitina í Kópavogi og fóru lögreglumenn með henni á bát í átt að bátnum sem þá var kominn út fyrir Álftanes. Auk þess fóru menn frá sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunni á bátum til aðstoðar.
Báturinn fannst síðan fljótlega og fóru lögreglumenn um borð og handtóku mann sem var einn um borð í bátnum og fluttu hann í land. Maðurinn verður yfirheyrður síðar í kvöld.
Umræða