Lögreglan á Suðurlandi segir í neðangreindri tilkynningu að karlmaður sem fór út með öldu í Reynisfjöru í gær sé látinn.
,,Erlendur ferðamaður, karlmaður á áttræðisaldri lést í gær þegar alda hreif hann með sér úr Reynisfjöru og út í sjó. Eiginkona mannsins lenti í sömu öldu en tókst, fyrir snarræði nærstaddra, sem komu til aðstoðar, að bjarga sér áður en hún sogaðist út í brimið.
Björgunarsveitir af Suðurlandi og úr Vestmanneyjum voru kallaðar til aðstoðar ásamt þyrlusveit LHG. Aðstæður til aðgerða úr landi voru erfiðar og hættulegar viðbragðsaðilum vegna mikils brims. Maðurinn var hífður upp í þyrluna strax og hún kom á staðinn en reyndist þá látinn.
Hjónin voru í stærri hóp í skipulagðri ferð á vegum ferðaskrifstofu. Unnið er að rannsókn slyssins.“
https://gamli.frettatiminn.is/10/06/2022/for-ut-med-oldu-i-reynisfjoru/